Árið 2012 kom út bók hjá forlaginu Dimmu þar sem Hjörtur snéri ljóðum sænska nóbelsskáldsins Tomas Tranströmer á íslensku. Bókin kallast Eystrasölt í þýðingu Hjartar og fylgir með henni geisladiskur með upplestri þýðandans.
Hjörtur þýddi einnig bók sem er af mörgum talin fyrsta sænska nútímaskáldsagan, Rauða herbergið , eftir August Strindberg. Í Rauða herberginu gagnrýnir Strindberg sænsku borgarastéttina og þau gildi sem hún stóð fyrir. Strindberg beitti nútímalegu talmáli í bókinni, sem varð feikna vinsæl og festi hann í sessi sem viðurkenndan höfund.