Gæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann í Húsafell í fyrrinótt og flutti á spítala þar sem hann náði bata og er horfinn til síns heima.
Gæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann í Húsafell í fyrrinótt og flutti á spítala þar sem hann náði bata og er horfinn til síns heima.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í þrjú aðfaranótt sunnudags til að sækja veikan einstakling í Húsafell.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í þrjú aðfaranótt sunnudags til að sækja veikan einstakling í Húsafell.

Var læknir með í för, eins og venja er í útköllum sem þessum, en þyrlan lenti í Reykjavík stuttu síðar eða klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur og var viðkomandi fluttur á Borgarspítalann.

Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum hefur einstaklingurinn nú haldið til síns heima og reyndist ekki alvarlega veikur.

Í fyrrinótt var einnig tilkynnt um neyðarblys. Var tilkynnandi einnig staddur í Húsafelli og taldi sig hafa séð neyðarblys á lofti í átt að Arnarvatnsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndist eingöngu um flugeld að ræða og ekkert neyðarástand.