Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), telur að í ljósi mikillar hækkunar á arðgreiðslum milli ára sé engin ástæða til þess að fyrirtæki velti launahækkunum út í verðlagið.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), telur að í ljósi mikillar hækkunar á arðgreiðslum milli ára sé engin ástæða til þess að fyrirtæki velti launahækkunum út í verðlagið. „Það er svigrúm til þess að fyrirtækin taki þetta einfaldlega á sig, þótt það minnki aðeins hagnað þá á það ekki að valda neinum miklum breytingum á þeirra afkomu,“ segir Gylfi, en arðgreiðslur fyrirtækja jukust um 60% milli áranna 2013 og 2014.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála Gylfa. Hann segir að áður en nýundirritaðir kjarasamningar tóku gildi hafi launahlutfall hér sem hlutfall af landsframleiðslu verið eitt það hæsta meðal OECD-ríkjanna. Þá sé ekki heilbrigt fyrir atvinnulíf með hátt vaxtastig eins og hér á landi að vera jafnframt með launakostnað langt yfir meðaltali þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. „Það er mjög mikilvægt að fyrirtæki séu rekin með góðum hagnaði,“ segir Þorsteinn.