Hestar í kerfilsakri við Elliðaárnar Hestar í kerfilsakri við Elliðaárnar
Hestar í kerfilsakri við Elliðaárnar Hestar í kerfilsakri við Elliðaárnar — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skógarkerfillinn er einkar frekt illgresi sem flæmir aðrar jurtir miskunnarlaust í burtu meðan á landvinningum hans stendur.
Skógarkerfillinn er einkar frekt illgresi sem flæmir aðrar jurtir miskunnarlaust í burtu meðan á landvinningum hans stendur. Grasgrænar grundirnar hafa lotið í lægra haldi við Elliðaárnar þar sem sást til tveggja hesta freista gæfunnar í leit að einhverju ætilegu. Ráðvilltir ráfuðu þeir um í fullkominni vantrú á ástandinu. Handan kerfilsakursins hefur þó vonandi verið að finna stingandi strá, til þess fallið að seðja sárasta hungrið. 9