Franskir dagar á Fáskrúðsfirði voru haldnir með pompi og prakt um helgina, nú í tuttugasta sinn.

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði voru haldnir með pompi og prakt um helgina, nú í tuttugasta sinn. Franska skútan Belle Poule kom til hafnar þar til að votta látnum frönskum sjómönnum virðingu, en sjóliðar stóðu heiðursvörð við minningarathöfn í kirkjugarðinum. Fulltrúar heimabæjar látnu sjómannanna, Graveline, voru viðstaddir hátíðina og lögðu blómsveig að minnisvarða um þá í garðinum.

Þétt dagskrá var í boði yfir helgina fyrir alla aldurshópa.

Aðrar bæjarhátíðir sem fram fóru um helgina voru vel sóttar og fóru vel fram, án afskipta lögreglu, að sögn skipuleggjenda. 6