Chris Froome náði í gær þeim sögulega árangri að verða fyrsti Bretinn til þess að vinna Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, tvisvar þegar hann renndi sér í mark á breiðgötunni frægu í Parísarborg, Champs-Élysées, eftir þriggja vikna keppni. Froome var 72 sekúndum á undan Kólumbíumanninum Nairo Quintana í 2. sætinu en Spánverjinn Belmonte Valverde var þriðji á 5:21 mínútu á eftir fremsta manni. Samtals tók það Froome 84 klukkustundir og 46:14 mínútur að hjóla kílómetrana 3.360. Ótrúleg þrekraun að baki en Chris Froome vann mótið einnig árið 2013 en þurfti að hætta keppni í fyrra vegna ítrekaðs falls af hjóli sínu. peturhreins@mbl.is