Í Garðabæ
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
Stjörnumenn unnu góðan sigur á ÍBV á heimavelli í Garðabæ í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn að mörgu leyti en það voru Stjörnumenn sem náðu að skapa sér marktækifæri. Eyjamenn sýndu á köflum lipra takta og þá sérstaklega þeir Aron Bjarnason og Víðir Þorvarðarson. Aron var hættulegasti leikmaður ÍBV í fyrri hálfleik en Víðir í þeim seinni. Spilamennska Eyjamanna sem slík var þó ekki upp á marga fiska heldur var það einstaklingsframtak sem var þeirra hættulegasta vopn.
Annað markið mikilvægt
Var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar á heimavelli í sumar og var því létt yfir bæði leikmönnum og þjálfara liðsins í leikslok. Jeppe Hansen sem skoraði tvö mörk í leiknum komst vel að orði við blaðamann eftir leik þegar hann sagði að það hefði skipt sköpum að ná að skora mark númer tvö. Annars hefði leikurinn getað spilast eins og leikurinn gegn Akranesi í síðustu umferð þegar Skagamenn jöfnuðu undir lok leiksins. Þá tókst Stjörnumönnum líka að skapa sér nóg af marktækifærum og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Guðjón Baldvinsson og Jeppe Hansen ná ágætlega saman og hefur sóknarleikur Stjörnunnar lifnað talsvert við endurkomu hins fyrrnefnda.
Lið eða einstaklingar
Ásmundar Arnarssonar, nýs þjálfara ÍBV, bíður ærið verk við að samstilla liðið sem hann hefur undir höndum. Það sást vel á leik liðsins að þar eru hæfileikaríkir einstaklingar en leikmenn náðu ekki að byggja upp sóknir sem lið heldur reiddu sig á einstaklingsframtak.Stjarnan – ÍBV 3:0
Samsungvöllur, Pepsi-deild karla, 13. umferð, sunnudag 26. júlí 2015.Skilyrði : Hálfskýjað, þurrt og bjart.
Skot : Stjarnan 11 (5) – ÍBV 8 (5).
Horn : Stjarnan 2 – ÍBV 3.
Stjarnan : (4-4-2) Mark : Gunnar Nielsen. Vörn : Heiðar Ægisson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel Laxdal, Hörður Árnason (Brynjar Már Björnsson 77.). Miðja : Arnar Már Björgvinsson, Pablo Punyed, Michael Præst, Ólafur Karl Finsen (Veigar Páll Gunnarsson 88.). Sókn : Jeppe Hansen, Guðjón Baldvinsson (Þórhallur Kári Knútsson 59.).
ÍBV: (4-4-2) Mark : Abel Dhaira. Vörn : Gunnar Þorsteinsson, Hafsteinn Briem, Avni Pepa, Tom Even Skogsrud. Miðja : Víðir Þorvarðarson, Mees Junior Siers, Ian Jeffs, Aron Bjarnason (Gauti Þorvarðarson 82.). Sókn : Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Jonathan Glenn 46.), Jose Enrique Seoane (Bjarni Gunnarsson 74.).
Dómari : Garðar Örn Hinriksson – 5.
Áhorfendur : 701.
2:0 Jeppe Hansen 34.
með hælspyrnu af stuttu færi eftir að Brynjar Gauti Guðjónsson skallaði í átt að marki eftir hornspyrnu.
3:0 Þórhallur Kári Knútsson 90.
lagði boltann niður í vinstra hornið utan úr teignum eftir stoðsendingu frá Veigari Páli.
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
M
Jeppe Hansen (Stjörnunni)
Ólafur Karl Finsen (Stjörnunni)
Brynjar G. Guðjónsson (Stjörn.)
Pablo Punyed (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Aron Bjarnason (ÍBV)
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)