Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp mark í fyrsta deildaleik sínum fyrir Basel þegar liðið vann sætan útisigur á Grasshoppers, 3:2, í svissnesku A-deildinni, og hann fékk hrós frá þjálfara liðsins.

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp mark í fyrsta deildaleik sínum fyrir Basel þegar liðið vann sætan útisigur á Grasshoppers, 3:2, í svissnesku A-deildinni, og hann fékk hrós frá þjálfara liðsins. Birkir kom ekki við sögu í sigri Basel á Vaduz, 2:0, um síðustu helgi en spilaði allan leikinn í Zürich á laugardag. Hann lagði upp jöfnunarmark, 2:2, fyrir Marc Janko á 38. mínútu þegar hann brunaði upp hægra megin og sendi boltann beint á kollinn á félaga sínum.

„Birkir var óþreytandi, hljóp allan leikinn og skilaði geysilega mikilvægri varnarvinnu,“ sagði Urs Fischer, þjálfari Basel, á vef félagsins.