Druslugangan haldin í Reykjavík Druslugangan 2015
Druslugangan haldin í Reykjavík Druslugangan 2015 — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gífurlegur fjöldi flykktist í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn var til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan tvö á laugardag, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endað á Austurvelli.

Gífurlegur fjöldi flykktist í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn var til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan tvö á laugardag, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endað á Austurvelli.

Þegar komið var á Austurvöll tóku við fundarhöld og tónleikar. Tilgangur göngunnar, sem hefur stækkað með hverju árinu, er að færa skömmina af kynferðisofbeldi frá þolendum til gerenda.