Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen — Morgunblaðið/Golli
Íslendingarnir hjá Jiangsu Sainty voru áberandi þegar liðið lagði Liaoning Whowin, 3:2, á útivelli í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Viðar Örn kom Jiangsu yfir á 34.

Íslendingarnir hjá Jiangsu Sainty voru áberandi þegar liðið lagði Liaoning Whowin, 3:2, á útivelli í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Viðar Örn kom Jiangsu yfir á 34. mínútu og stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Sölvi Geir þriðja mark Jiangsu með hörkuskalla. Sölvi spilaði allan leikinn en Viðar Örn var tekinn af velli á 84. mínútu.

Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Shijazhuang sem hafði betur gegn Guangzhou á heimavelli, 1:0. Eiður Smári kom inná á 62. mínútu í stöðunni 0:0, en sigurmarkið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Íslendingaliðin eru jöfn með með 29 stig. yrkill@mbl.is