Glötuð réttindi. A-Allir
Norður | |
♠ÁKG84 | |
♥Á53 | |
♦Á105 | |
♣G7 |
Vestur | Austur |
♠3 | ♠D5 |
♥KD742 | ♥G8 |
♦D9763 | ♦KG82 |
♣Á9 | ♣KD843 |
Suður | |
♠109762 | |
♥1096 | |
♦4 | |
♣10652 |
Suður spilar 4♠ doblaða.
Hollenska konan Meike Wortel sat í hundunum í suður. Makker hennar (Marion Michielsen) kaus að dobla þriðju handar opnun vesturs (Yiyi Chen) á 1♥, austur (Bing Zhao) redoblaði og Wortel sagði 1♠. Síðan gengu tilboðin á víxl þar til samningar náðust að lokum í 4♠ dobluðum.
Spilið er frá EM-úrslitaleik Bakers og Kína í sveitakeppni kvenna. Það er augljóst að vörnin „á rétt“ á fjórum slögum, en eins og menn vita er ekki alltaf auðvelt að standa á rétti sínum í hita leiksins við borðið. Chen kom út með ♣Á og skipti yfir í ♥K í öðrum slag. Svo sem eðlileg vörn, en dýrkeypt, því nú gat Wortel stíflað hjartalitinn og búið í haginn fyrir innkast.
Wortel drap á ♥Á og hreinsaði upp tígulinn samhliða tromptökunni. Spilaði svo laufi til austurs. Zhao tók á ♥G, en varð svo spila tígli í tvöfalda eyðu eða fría lauftíuna.