— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningabíll fór á hliðina í Ártúnsbrekku síðdegis á föstudag, en hún var lokuð í austurátt í þrjá tíma á meðan rannsókn lögreglu og hreinsunarstörf fóru fram.

Flutningabíll fór á hliðina í Ártúnsbrekku síðdegis á föstudag, en hún var lokuð í austurátt í þrjá tíma á meðan rannsókn lögreglu og hreinsunarstörf fóru fram. Bíllinn flutti möl þegar hann fór á hliðina og dreifðist hún um veginn og þakti talsverðan hluta hans.

Lokunin hafði töluverð áhrif á umferð í höfuðborginni enda margir borgarbúar á leið út úr bænum á ýmsar bæjarhátíðir sem fram fóru um helgina og sköpuðust miklar umferðateppur í kjölfar slyssins. Einnig varð seinkun á áætlun strætisvagna sem leið eiga um Ártúnsbrekku. Ökumaður flutningabifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.