Kammerhópurinn Stilla og tónskáldið og gítarleikarinn Hallvarður Ásgeirsson eiga stefnumót á tónleikum í Mengi í kvöld kl. 21. Á þeim verður fluttur nýr strengjakvartett eftir Hallvarð auk fleiri nýlegra verka eftir hann.

Kammerhópurinn Stilla og tónskáldið og gítarleikarinn Hallvarður Ásgeirsson eiga stefnumót á tónleikum í Mengi í kvöld kl. 21. Á þeim verður fluttur nýr strengjakvartett eftir Hallvarð auk fleiri nýlegra verka eftir hann. Kammerhópurinn Stilla var stofnaður árið 2011 og er skipaður fjórum strengjaleikurum. Í Stillu eru þær Sigrún Harðardóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Þórunn Harðardóttir og Gréta Rún Snorradóttir.

Á morgun munu Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari og Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari bjóða til óvissuferðar í Mengi, ferðar þar sem allt getur gerst, eins og segir í tilkynningu. Magnús er með eftirsóttari trommuleikurum landsins og leikur m.a. með hljómsveitunum ADHD og Moses Hightower. Daníel er einnig í Moses Hightower og hefur að auki tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og spilað með fjölda tónlistarmanna, hér á landi sem erlendis.