Á Gljúfrasteini Skarphéðinn, Magnús Geir, Guðný og Halldór.
Á Gljúfrasteini Skarphéðinn, Magnús Geir, Guðný og Halldór.
RÚV mun heiðra Halldór Laxness með því að sýna á sunnudagskvöldum þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið upp úr sögum hans. Fyrst verður sýnd kvikmyndin Salka Valka frá árinu 1954, sunnudaginn 18. október.

RÚV mun heiðra Halldór Laxness með því að sýna á sunnudagskvöldum þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið upp úr sögum hans. Fyrst verður sýnd kvikmyndin Salka Valka frá árinu 1954, sunnudaginn 18. október.

Laxnessveisla RÚV er haldin í tilefni af því að í desember verða 60 ár liðin frá því að skáldið hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. RÚV mun sýna allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum Laxness, þar á meðal sjaldséðar perlur eins og Brekkukotsannál , Paradísarheimt , Sölku Völku og Atómstöðina , sem hafa ekki verið s ý ndar opinberlega í áratugi. Þá verða einnig sýndar Kristnihald undir Jökli og Ungfrúin góða og húsið . Allar myndirnar verða sýndar í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi í endurbættum útgáfum og þá bæði hvað varðar hljóð- og myndgæði. Í tengslum við myndirnar verða sýndir stuttir þættir með gömlum mynd- og hljóðbrotum þar sem Laxness ræðir um verk sín og boðið verður upp á annað efni tengt honum.

Mánudaginn sl. var undirritað samkomulag milli RÚV og Guðnýjar Halldórsdóttur, kvikmyndagerðarkonu og dóttur skáldsins, um aðkomu RÚV að þessu Laxness-átaki sem felst í fjárframlagi til endurbóta og kaupa á sýningarrétti á nýendurbættum eintökum af ofantöldum kvikmyndum, að því er segir í tilkynningu. Þar segir að Guðný hafi átt frumkvæði og veg og vanda að þessu þjóðþrifaverki ásamt eiginmanni sínum og meðframleiðanda, Halldóri Þorgeirssyni. Samkomulagið var undirritað á Gljúfrasteini af Guðnýju, Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra og Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV. „Aðrir miðlar RÚV taka einnig þátt í að minnast 60 ára Nóbelsafmælis Laxness með dagskrárgerð og viðburðum sem tengjast Nóbelsskáldinu á ruv.is og í útvarpinu. Rás 1 hefur frá því í maí flutt lestur skáldsins sjálfs á völdum verkum við afar góðar undirtektir hlustenda. Þegar hefur lestur hans á Gerplu og Brekkukotsannál verið fluttur. Nú stendur yfir lestur á Kristnihaldi undir Jökli og að endingu les hann Í túninu heima . Í desember er svo gert ráð fyrir að Víðsjá geri sérstaka dagskrá í tilefni af nóbelsafmælinu,“ segir í tilkynningu.