Hæstiréttur hefur staðfest brot Forlagsins á samkeppnislögum og dæmt félagið til að greiða 20 milljónir króna í sekt. Upphæðin er fimm milljónum lægri en sú stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Forlagið árið 2011.

Hæstiréttur hefur staðfest brot Forlagsins á samkeppnislögum og dæmt félagið til að greiða 20 milljónir króna í sekt. Upphæðin er fimm milljónum lægri en sú stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Forlagið árið 2011. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun í júlí 2011 að Forlagið ehf. hefði brotið gegn skilyrðum í ákvörðun eftirlitsins.

Fimm dómarar dæmdu í málinu og skiluðu tveir þeirra sératkvæði. Töldu þeir að einnig ætti að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um brot Forlagsins og 25.000.000 kr. sekt.