Hreyfing Ný stundatafla hjá CF Akureyri tekur gildi 15. september.
Hreyfing Ný stundatafla hjá CF Akureyri tekur gildi 15. september. — Ljósmynd/Írena Sædísardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Crossfit Akureyri var stofnað í desember síðastliðnum og opnað í iðnaðarhúsnæði á Njarðarnesi. ,,Hugmyndin kviknaði i lok síðasta sumars,“ segir Írena Elínbjört Sædísardóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Akureyri.

Crossfit Akureyri var stofnað í desember síðastliðnum og opnað í iðnaðarhúsnæði á Njarðarnesi.

,,Hugmyndin kviknaði i lok síðasta sumars,“ segir Írena Elínbjört Sædísardóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Akureyri. ,,Frá því að við opnuðum í lok síðasta árs hefur reksturinn gengið vonum framar,“ segir hún, en iðkendur eru um 200 talsins.

Athygli vekur hversu margir eiga hlut í stöðinni. „Eigendahópurinn er afar breiður; við erum 16 talsins og komum úr öllum áttum og í því er styrkur hópsins fólginn. Þessi fjölbreytti hópur samanstendur af lögfræðingum, viðskiptafræðingum, rafvirkjum, smiðum og svo framvegis,“ segir Írena og bætir við að eigendurnir hafi sjálfir innt af hendi stóran hluta upphafsvinnunnar, þó svo að þeir hafi vissulega fengið aðstoð við að koma stöðinni á laggirnar. „Margar hendur unnu dag og nótt dagana fyrir opnun til að hún gæti orðið að veruleika. Húsið var nýlegt iðnaðarhúsnæði sem hafði aðeins verið nýtt sem geymsla en að öðru leyti var ekkert inni í því. Við tókum það hreinlega í nefið.“

Iðkendurnir eru einnig fjölbreyttur hópur. Yngstu iðkendurnir eru í kringum tíu ára en þeir elstu á sjötugsaldri.

„Breiðasti aldurshópurinn er 20-40 ára en það er alls konar fólk sem kemur til okkar. Crossfit er fyrir alla og allir ættu að geta fundið sér hreyfingu við hæfi,“ segir Írena og útskýrir að æfingarnar megi laga að þörfum hvers og eins. brynja@mbl.is