— Ljósmynd/Landspítali
Lionsklúbburinn Víðarr færði nýlega legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar 12E á Landspítala Hringbraut að gjöf brjóstholsdren af nýjustu gerð. Á deildinni liggja sjúklingar eftir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerðir og/eða brjóstholsáverka.

Lionsklúbburinn Víðarr færði nýlega legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar 12E á Landspítala Hringbraut að gjöf brjóstholsdren af nýjustu gerð.

Á deildinni liggja sjúklingar eftir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerðir og/eða brjóstholsáverka. Stór hluti sjúklinganna fær brjóstholsdren og eru þessi tæki því stöðugt í notkun, segir í frétt frá Landspítalanum. Brjóstholsdren af þeirri tegund sem nú var gefið er með hleðslurafhlöðu sem gerir sjúklingum kleift að komast fyrr á fætur en ella og flýtir þannig fyrir bata þeirra.

Hópur félagsmanna í Lionsklúbbnum Víðarr afhenti gjöfina formlega á hjarta- og lungnaskurðdeild 12E þriðjudaginn 2. september síðastliðinn. Voru þeim færðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin af Lionsmönnum og starfsfólki deildarinnar.

Heildarverðmæti tækisins er nærri 700.000 krónur.