Hjólaferð sem hefst kl. 11 á morgun, laugardag, frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, er liður í samstarfi HÍ og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“.
Hjólaferð sem hefst kl. 11 á morgun, laugardag, frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, er liður í samstarfi HÍ og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“. Brunað verður eftir hjólastígum Reykjavíkur með þremur sprenglærðum heilsugúrúum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði, og Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði, ætla meðal annars að kenna leiki, teygjur og æfingar og fræða um íþróttanammi. Ferðin tekur um 2 klst. og er í samstarfi við Ferðafélag barnanna.