Orustustaðir Gistihúsum er raðað í kring um hótelgarð og móttöku.
Orustustaðir Gistihúsum er raðað í kring um hótelgarð og móttöku.
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að skipulagi og öðrum undirbúningi fyrir byggingu 200 herbergja hótels í landi eyðibýlisins Orustustaða á Brunasandi, um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Áætlaður kostnaður er rúmir 3 milljarðar króna.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Unnið er að skipulagi og öðrum undirbúningi fyrir byggingu 200 herbergja hótels í landi eyðibýlisins Orustustaða á Brunasandi, um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Áætlaður kostnaður er rúmir 3 milljarðar króna.

Að verkefninu standa Byggingafélagið Sandfell og Stracta hótel sem Hreiðar Hermannsson stýrir. Fyrirtækið rekur nýtt hótel á Hellu og er hugmyndin að reisa enn stærra hótel með svipuðu fyrirkomulagi. Hreiðar telur eftirspurn eftir stóru hóteli á Suðurlandi sem geti tekið stóra hópa í fjölbreytta gistingu. Segist hafa fundið fyrir því við reksturinn á Hellu. Þangað hafi komið fjölmennir hópar vegna kvikmyndagerðar.

Listir og útivist

Unnið hefur verið að skipulagi svæðisins í vel á þriðja ár og gagnrýnir Hreiðar sveitarfélagið fyrir að tefja undirbúninginn. Gert er ráð fyrir tveggja hæða móttöku- og þjónustuhúsi og mörgum gistiskálum og húsum í kringum hótelgarð. Stefnt er að því að hafa nokkra veitingastaði og ýmsa aðra afþreyingu fyrir gesti. Meðal annars stendur til að bjóða handverks- og listafólki að hafa þar aðstöðu til að auðga mannlífið og draga að gesti. Eins verður lögð áhersla á góða aðstöðu til gönguferða og annarrar útivistar.