Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Tónninn er afar sterkur. Skilaboðin eru þau að menn ætla ekki að sætta sig við að fá minni launahækkanir í kjarasamningunum en búið er að semja um við hluta ríkisstarfsmanna og kom fram í niðurstöðu gerðardóms.

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

„Tónninn er afar sterkur. Skilaboðin eru þau að menn ætla ekki að sætta sig við að fá minni launahækkanir í kjarasamningunum en búið er að semja um við hluta ríkisstarfsmanna og kom fram í niðurstöðu gerðardóms. Menn eru mjög fastir á því,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, að loknum fundi trúnaðarmanna af öllu landinu í gær.

Allt situr fast í kjaradeilu SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna við ríkið og hefur ekki verið boðað til nýs fundar.

Alls sátu um 120 trúnaðarmenn fund SFR sem haldinn var í gær til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Ákveðið hefur verið að boða til baráttufundar í Háskólabíói á þriðjudag og segir Árni Stefán að fljótlega í framhaldi af honum verði væntanlega aftur boðað til trúnaðarmannaráðsfundar, sem taki endanlega ákvörðun um hvort farið verður í atkvæðagreiðslu um verkfall.