Sigurgeir Sigmundsson
Sigurgeir Sigmundsson
Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari heldur útgáfutónleika sína í kvöld á Spot í Kópavogi. Sigurgeir er að gefa út sína fyrstu sólóplötu og var hún á dögunum plata vikunnar á Rás 2.

Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari heldur útgáfutónleika sína í kvöld á Spot í Kópavogi. Sigurgeir er að gefa út sína fyrstu sólóplötu og var hún á dögunum plata vikunnar á Rás 2.

Á tónleikunum kemur Sigurgeir fram með „Draumabandinu“ sínu, sem er skipað þeim Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara, Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara og Ásmundi Jóhannssyni trommuleikara. Sérstakir heiðursgestir verða hljómborðsleikararnir Eyþór Gunnarsson, Óskar Einarsson og Þórir Úlfarsson ásamt trommuleikaranum Sigfúsi Óttarssyni.

Á tónleikunum verður flutt efni af nýútkominni hljómplötu Sigurgeirs en einnig fá að fljóta með vel valdir ópusar úr smiðju Gary Moore og Jeff Beck.

Fyrir tónleikana mun gítarsmiðurinn Gunnar Örn Sigurðsson kynna nýja gítara sem hann hefur smíðað. Áhugasamir ættu því að mæta snemma.