Erlendir aðilar voru afar virkir á skuldabréfamarkaði í síðasta mánuði samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins.

Erlendir aðilar voru afar virkir á skuldabréfamarkaði í síðasta mánuði samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins. Greining IFS fjallar um málið og greinir frá því að staða erlendra aðila í ríkisskuldabréfum hækkaði úr 168 milljörðum króna í 186 milljarða króna, eða um 17,9 milljarða . Þeir hafa einnig aukið við sig í ríkisvíxlum og áttu um 11,4 milljarða króna í lok ágústmánaðar samanborið við 10,6 milljarða króna í lok júlí.

Þá hafa Lánamál ríkisins boðað til útboðs á ríkisvíxlum föstudaginn 11. september, en í boði verða þriggja og sex mánaða víxlar.