Strandarstrákur Paul Dano í hlutverki Brian Wilson í Love & Mercy.
Strandarstrákur Paul Dano í hlutverki Brian Wilson í Love & Mercy.
Maze Runner: The Scorch Trials Framhald kvikmyndarinnar Maze Runner og byggja báðar á vinsælum bókum James Deshner.
Maze Runner: The Scorch Trials

Framhald kvikmyndarinnar Maze Runner og byggja báðar á vinsælum bókum James Deshner. Í fyrri mynd vaknaði unglingspilturinn Thomas í völundarhúsinu Glade ásamt fimmtíu öðrum unglingspiltum og hafði minni þeirra allra verið eytt. Drengirnir sluppu úr völundarhúsinu og þurfa nú að mæta hræðilegum áskorunum á eyðilegu svæði sem nefnt er The Scorch. Þeir reyna að komast að því hverjir standi á bak við völundarhúsið, hver tilgangurinn sé með því og hvaða hlutverki þeir gegni. Leikstjóri er Wes Ball og með aðalhlutverk fara Dylan O'Brien, Kaya Scodelario og Thomas Brodie-Sangster. Metacritic: 39/100

Love & Mercy

Saga forsprakka hljómsveitarinnar The Beach Boys, Brians Wilson, er rakin í þessari mynd, allt frá því hann var á hátindi frægðar sinnar með hljómsveitinni þar til eiturlyfjafíkn og andleg veikindi tóku af honum völdin og hann var undir eftirliti hins umdeilda geðlæknis Eugene Landy. Paul Dano leikur Wilson ungan að árum og John Cusack Wilson á efri árum. Í öðrum helstu hlutverkum eru Elizabeth Banks, Paul Giamatti, Kenny Wormald og Jake Abel. Leikstjóri er Bill Pohlad. Metacritic: 80/100

Knock Knock

Keanu Reeves fer með hlutverk fjölskylduföður og arkitekts, Evan Webbe, sem þarf að vinna að verkefni heima hjá sér vegna meiðsla en eiginkona hans og börn eru að heiman. Webbe á sér einskis ills von þegar tvær ungar konur knýja dyra og segjast þurfa á aðstoð að halda. Hann býður þeim inn og virðast þær í fyrstu meinlausar. Annað kemur fljótlega upp úr dúrnum og fyrr en varir er Webbe í bráðri lífshættu. Auk Reeves fara með helstu hlutverk Lorenza Izzo, Ana de Armas og Colleen Camp og leikstjóri er Eli Roth. Metacritic: 69/100