Harður húsbóndi. S-NS Norður &spade;Á5 &heart;32 ⋄K10842 &klubs;ÁK103 Vestur Austur &spade;K98432 &spade;G &heart;K &heart;10654 ⋄DG75 ⋄Á963 &klubs;D2 &klubs;9765 Suður &spade;D1076 &heart;ÁDG987 ⋄-- &klubs;G84 Suður spilar 2&heart;.

Harður húsbóndi. S-NS

Norður
Á5
32
K10842
ÁK103

Vestur Austur
K98432 G
K 10654
DG75 Á963
D2 9765

Suður
D1076
ÁDG987
--
G84
Suður spilar 2.

„Icerelay er harður húsbóndi,“ útskýrir Toni Har fyrir áhorfendum á BBO, sem voru að fylgjast með úrslitaleik bikarkeppninnar: „Opnun á lit lofar þremur kontrólum og Jón er strangur á því skilyrði.“

Jón Baldursson passaði sem gjafari í suður, enda bara með tvö kontról (einn ás). Sævar Þorbjörnsson í vestur var ekki eins kræsinn og opnaði óhikað á 1, líka með tvö kontról (tvo kónga). Bessi Har (bróðir Tona) passaði, þrátt fyrir 14 punkta – fannst tígullinn of gisinn fyrir innákomu og hjartað of stutt fyrir dobl. Karl Sigurhjartarson í austur sagði pass og Jón kom inn á 2. Bessa leist ekki á að reyna við geim á móti pössuðum manni og lét gott heita. Útspil: lítill tígull.

Jón lét smátt úr borði og trompaði ásinn. Lagði niður Á og veiddi kónginn. Spilaði laufi á tíuna, hjarta á níuna og tók trompin. Gluðaði svo út D í fyllingu tímans og gleypti gosann: 13 slagir!