• Árni Njálsson var í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem beið lægri hlut fyrir Írum, 2:1, í vináttulandsleik í Dublin 11. september 1960.

Árni Njálsson var í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem beið lægri hlut fyrir Írum, 2:1, í vináttulandsleik í Dublin 11. september 1960.

• Árni fæddist 1936 og lék allan sinn feril með Val þar sem hann var lengi fyrirliði, m.a. þegar liðið varð bikarmeistari 1965 og Íslandsmeistari 1966 og 1967. Árni lék 21 landsleik fyrir Íslands hönd á árunum 1956 til 1967 og var fyrirliði í fjórum þeim síðustu. Hann þjálfaði Val 1970 og mörg lið eftir það.