Faxi RE Á loðnuveiðum 2014.
Faxi RE Á loðnuveiðum 2014. — Morgunblaið/Börkur
Von var á Faxa RE til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 500 tonn af síld til vinnslu. Þetta er fyrsta hreina síldarlöndunin á Vopnafirði á þessu hausti en mest áhersla hefur verið lögð á makrílveiðar fram að þessu, segir á heimasíðu HB Granda.

Von var á Faxa RE til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 500 tonn af síld til vinnslu. Þetta er fyrsta hreina síldarlöndunin á Vopnafirði á þessu hausti en mest áhersla hefur verið lögð á makrílveiðar fram að þessu, segir á heimasíðu HB Granda.

Nú þegar makrílkvótinn er á þrotum taka við veiðar á norsk-íslenskri síld.

Vegna skerðingar norsk-íslenska síldarkvótans er ekki búist við því að skip HB Granda fari nema í um tvær síldveiðiferðir hvert á miðunum fyrir austan. Fram undan eru svo veiðar á íslenskri sumargotssíld og hugsanlega verður farið til kolmunnaveiða fyrir áramót.

Haft er eftir skipstjóranum á Faxa að síldin virðist vera vel haldin og meðalvigtin í þessum túr var um 380 grömm. Síldin veiddist aðeins eftir að skyggja tók á kvöldin og yfir nóttina.