Kristján Jónsson kris@mbl.is Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sagði í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi að yfirgnæfandi líkur væru á því að hann myndi semja við spænska félagið Valencia á næstu dögum.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sagði í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi að yfirgnæfandi líkur væru á því að hann myndi semja við spænska félagið Valencia á næstu dögum.

Jón er þó ekki búinn að skrifa undir en segist ánægður með þennan valkost en hann var hjá félaginu hálft tímabil 2006-2007.

Dvöl hans þá litaðist af meiðslum sem hann varð fyrir í landsleik þá um haustið og ítalska liðið Lottomatica Roma keypti hann eftir áramót. Jón mun því væntanlega snúa aftur á gamlar slóðir og líst vel á að búa í Valencia sem hann segir vera skemmtilega borg.

Valencia býður Jóni þriggja mánaða samning en einn leikmaður liðsins varð nýlega fyrir meiðslum. Jón sagðist telja að þeir myndu bjóða honum áframhaldandi samning út tímabilið að þremur mánuðum loknum.