— AFP
Rúmlega 100.000 manns var ráðlagt að forða sér frá heimilum sínum í grennd við Tókýó vegna flóða og skriðufalla eftir steypiregn sem fylgdi fellibyl. Slökkviliðsmenn og hermenn björguðu að minnsta kosti 260 manns í Joso, 65.
Rúmlega 100.000 manns var ráðlagt að forða sér frá heimilum sínum í grennd við Tókýó vegna flóða og skriðufalla eftir steypiregn sem fylgdi fellibyl. Slökkviliðsmenn og hermenn björguðu að minnsta kosti 260 manns í Joso, 65.000 manna bæ, og fleiri bæjum norðan við höfuðborgina. Talið var í gær að um 200 manns til viðbótar biðu enn eftir aðstoð á heimilum sínum og öðrum húsum þar sem þau urðu innlyksa í náttúruhamförunum. Hluti hótelbyggingar sést hér hrynja í á sem beljaði mórauð fram og hreif með sér heilu húsin.