[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
B irgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék vel á fyrsta hring á afar sterku móti í Kasakstan. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni en verðlaunaféð er mun hærra en á sambærilegum mótum.

B irgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék vel á fyrsta hring á afar sterku móti í Kasakstan. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni en verðlaunaféð er mun hærra en á sambærilegum mótum. Birgir Leifur fékk fjóra fugla á hringnum en tvo skolla, og lék því samtals á tveimur höggum undir pari. Hann er í 24. sæti eftir hringinn en efstur er Daninn Joachim Hansen á 9 höggum undir pari. Mikilvægt er fyrir Birgi að standa sig vel á mótinu en hann er sem stendur í 88. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Þeir sem enda í 46.-90. sæti fara beint á annað stig úrtökumótanna fyrir sjálfa Evrópumótaröðina nú í haust.

Wayne Rooney , fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, samkvæmt lista sem Daily Mail birti í gær. Hann fær 260 þúsund pund, eða um 52 milljónir króna, í laun á viku, og er því með ríflega 200 milljón króna mánaðarlaun hjá Manchester United.

Florentino Pérez , forseti spænska félagsins Real Madrid, segir að ekkert verði af því að David de Gea , spænski landsliðsmarkvörðurinn, verði keyptur af Manchester United í janúar. Pérez og félögum mistókst að fá markvörðinn til sín á lokadegi félagaskiptanna í byrjun þessa mánaðar. Félögin höfðu þá komist að samkomulagi um kaupin á honum en ekki náðist að ljúka frágangi félagaskiptanna í tæka tíð. „Við munum ekki kaupa hann í janúar. Við gerðum allt sem við gátum til þess en það komst ekki í höfn vegna þess að United skortir reynslu í svona málum,“ sagði Pérez í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Cope. Samkvæmt frétt Sky Sports í gær hefur United hafið viðræður við De Gea um nýjan samning.

K ári Gunnarsson vann öruggan sigur á heimamanninum Andres Ramírez, 21:7 og 21:10, í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti í badminton í Cancun í Mexíkó í gær. Hann mætti Ygor Coelho frá Brasilíu, sem er í 66. sæti heimslistans, í 2. umferð en þeim leik var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna geta náð fjögurra stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með sigri á Hammarby, næstneðsta liðinu, á útivelli. Glódís hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna með Eskilstuna á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra. Önnur landsliðskona, Sara Björk Gunnarsdóttir , situr með meistaraliði Rosengård í 2. sæti, eftir markalaust jafntefli við Kopparbergs/Göteborg í gærkvöld.