List Harpa heldur á tveimur verka sinna, sem gætu verið litlar plánetur.
List Harpa heldur á tveimur verka sinna, sem gætu verið litlar plánetur.
Á sunnudaginn verður Harpa Björnsdóttir listamaður með listamannaspjall í tengslum við sýningu sína Plánetur sem opnuð var í anddyri Iðnó 27. ágúst sl. Um er að ræða ljósmyndaröð sem hún kallar „Plánetur“, unna á árunum 2009-15.

Á sunnudaginn verður Harpa Björnsdóttir listamaður með listamannaspjall í tengslum við sýningu sína Plánetur sem opnuð var í anddyri Iðnó 27. ágúst sl.

Um er að ræða ljósmyndaröð sem hún kallar „Plánetur“, unna á árunum 2009-15. Inntak verkanna er skrásetning sjálfstæðrar sköpunar lífsins sjálfs, sem birtist í óvæntri litadýrð og safaríkri fegurð sem minnir á framandi plánetur.

Verkin fjalla um fegurðina í því sem við tökum oft ekki eftir, litum og formum hins hversdagslegasta og jafnvel hins auvirðilegasta, sem getur þrátt fyrir nálægðina stundum verið okkur jafn fjarlægt og óþekkt og himintunglin, eins og segir í sýningarskrá hennar.

Listamannaspjallið hefst klukkan 15.00 á sunnudag og sýning sjálf stendur til 22. september.