Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.

Margrét Sigurðardóttir

margret@mbl.is

Tölvuhakkari komst inn í tölvupóstsamskipti starfsmanns íslensks fyrirtækis og erlends birgis og það varð til þess að sex milljóna króna greiðsla var millifærð inn á reikning í erlendum banka sem fjársvikarinn gaf upplýsingar um.

Morgunblaðið hefur undir höndum samskiptasögu starfsmannsins og tölvuhakkarans, samtals hátt í 80 tölvupósta. Hakkarinn útbjó tölvupóstfang sem líkist póstfangi erlenda birgisins og lét líta út sem framhald væri á fyrri samskiptum.

Vinnureglum breytt

Greiðslan fór í fyrstu ekki í gegn þar sem ekki pössuðu saman upplýsingar um eiganda bankareikningsins og skráðan móttakanda. Hakkarinn var því einnig kominn í tölvupóstsamskipti við starfsmann íslenska viðskiptabankans sem sá um millifærsluna. Í kjölfar þessa atviks hefur vinnureglum innan fyrirtækisins verið breytt og allt tölvukerfið sett í örugga vistun annars staðar.

Upplýsingafulltrúi Landsbankans, Kristján Kristjánsson, segir að aukning hafi orðið á því að gerðar séu tilraunir til fjársvika í gegnum tölvupóst þar sem send eru greiðslufyrirmæli sem í raun eru ekki frá því fyrirtæki eða einstaklingi sem á tölvupóstfangið sem sent er úr.

Hann segir að erfitt geti verið að varast slíkar fjársvikatilraunir þar sem hakkararnir eru komnir inn í póstþjóna og öll samskipti virðast eðlileg. Bankinn ráðleggur viðskiptavinum að sinna vel öryggismálum sínum. 18