Ólöf Nordal
Ólöf Nordal
Í dag, föstudaginn 11. september kl. 16.00, verður kaflinn Eiði-Þverá á Vestfjarðavegi formlega opnaður á hefðbundinn hátt. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra.

Í dag, föstudaginn 11. september kl. 16.00, verður kaflinn Eiði-Þverá á Vestfjarðavegi formlega opnaður á hefðbundinn hátt. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Athöfnin fer fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð.

Vestfjarðavegur (60) er aðalsamgönguæð sunnanverðra Vestfjarða. Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi, segir í frétt frá Vegagerðinni.