Leikstjórinn Gaukur ætlar að vinna í dag og jafnvel að fara á æfingu.
Leikstjórinn Gaukur ætlar að vinna í dag og jafnvel að fara á æfingu. — Morgunblaðið/Eggert
Gaukur Úlfarsson, leikstjóri, á afmæli í dag og þó að hann sé ekki mikið afmælisbarn þá býst hann við að gera sér einhvern dagamun. Hver hann verður á eftir að koma í ljós.

Gaukur Úlfarsson, leikstjóri, á afmæli í dag og þó að hann sé ekki mikið afmælisbarn þá býst hann við að gera sér einhvern dagamun. Hver hann verður á eftir að koma í ljós. „Mér hefur alltaf fundist svolítið kjánalegt að halda upp á sjálfan mig en með árunum hefur maður vanist þessu. Ég verð eitthvað að vinna og fer kannski að slást niðrí Mjölni.“

Gaukur hefur komið víða við. Spilað á bassa með Quarashi og leikstýrt fjölmörgum myndböndum þeirra, hann var maðurinn á bak við Silvíu Nótt ævintýrið, var einn stofnanda Besta flokksins og leikstjóri kvikmyndarinnar GNARR . Hann segir að áhugamálin séu fleiri en leikstjórn. „Ætli það sé ekki ferðalög til framandi landa, lestur góðra bóka og kvikmyndir og tónlist.“

Veðrið hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að undanförnu en Gaukur spáir áframhaldandi lægðum og vindi í vetur. „Ég held að þetta verði nýtt lægðarmet hjá Veðurstofunni en við þurfum öll að búa á þessari veðurstofu og umbera þetta.

Hjá mér sjálfum eru fjölmörg verkefni í pípunum, það er aldrei setið auðum höndum. Það er samt of snemmt að tala mikið um það eins og er. En meðal annars er ég að vinna að sex þátta seríu sem verður sýnd á Stöð 2 í febrúar,“ segir hann án þess að fara nánar út í þá sálma.

benedikt@mbl.is