Fiskveiðar „Allan afla skal fullvinna.“
Fiskveiðar „Allan afla skal fullvinna.“
Afnema þarf kvótakerfið í þeirri mynd sem það er nú með löggjöf af þeirri aðalástæðu að það stuðlar ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt á að veiða með réttlátum reglum þar um. Þess vegna bendi ég á eftirfarandi: 1.

Afnema þarf kvótakerfið í þeirri mynd sem það er nú með löggjöf af þeirri aðalástæðu að það stuðlar ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt á að veiða með réttlátum reglum þar um. Þess vegna bendi ég á eftirfarandi:

1. Landskvóti verði ákveðinn til tveggja ára í senn á allar fiskitegundir sem hafa verið veiddar frá höfnum landsins. Einnig er hægt að setja sumar tegundir á styttri tíma kvóta.

2. Landskvótanum verði skipt í sex mismunandi svæði (hólf) eftir landshlutum (veiðireynslu síðustu tíu ára og lönduðum afla í hverjum landshluta).

3. Aflaheimildum verði úthlutað í hverjum landshluta fyrir sig (hólfi), af fulltrúum atvinnumálanefnda, sveitarfélaga, sjómanna og útgerðarmanna.

4. Framsal aflaheimilda út fyrir veiðihólf verði ekki heimilt út fyrir landshlutana.

5. Útgerð handfærabáta verði gefin frjáls en með aflatoppi á hvern bát eftir stærð.

6. Sókn handfærabáta verði leyfð út að 200 metra dýpi.

7. Veiði verksmiðjuskipa sem stunda togveiðar verði aðeins leyfð utan línu 200 metra dýptarmarkanna.

8. Öllum sem veiði stunda verði skylt að setja aflann á fiskmarkað viðkomandi héraðs (landshluta).

9. Greiða skal aflagjald af lönduðum afla, 6% í ríkissjóð og 4% í viðkomandi héraðssjóð.

10. Allan afla skal færa til lands og greiða skal hálft verð fyrir undirmálsfisk.

11. Allan afla skal fullvinna og selja undir íslenskum vörumerkjum sem hágæðavöru.

12. Bannað verði að setja hágæðafisk í bræðslu svo sem síld.

Árni Björn Guðjónsson.