Stjarnan, undir stjórn Einars Jónssonar, þykir sigurstranglegust í 1. deild karla í handknattleik. Stjarnan féll úr deildinni í vor eftir æsilegt kapphlaup við Fram um að komast hjá hinum bitru örlögum að húrra niður.

Stjarnan, undir stjórn Einars Jónssonar, þykir sigurstranglegust í 1. deild karla í handknattleik. Stjarnan féll úr deildinni í vor eftir æsilegt kapphlaup við Fram um að komast hjá hinum bitru örlögum að húrra niður.

Hitt liðið sem féll úr Olís-deildinni í vor, HK, endurheimtir ekki sæti sitt í Olís-deild samkvæmt spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða deildarinnar.

Mest var hægt að fá 210 stig í spánni.

Stjarnan 175 stig

Selfoss 158 stig

Fjölnir 158 stig

HK 136 stig

Mílan 128 stig

KR 100 stig

Þróttur 93 stig

ÍR 81 stig

Fyrir ári var Víkingi spáð efsta sæti 1. deildar, Selfossi öðru sæti og Gróttu þriðja. Niðurstaðan úr deildarkeppninni var hins vegar sú að Grótta vann deildina með yfirburðum og tapaði aðeins einu stigi í 24 leikjum. Víkingur varð í öðru sæti, Selfoss í þriðja og Fjölnir hafnaði í fjórða sæti. Víkingur fylgdi Gróttu upp í Olís-deildina eftir að hafa lent í kröppum dansi gegn Fjölni í úrslitaleikjum um sæti í deildinni.

iben@mbl.is