Eyrar-rósir Sænska sópransöngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager koma fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.
Eyrar-rósir Sænska sópransöngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager koma fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.
Sænska sópransöngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager koma fram á tónleikum í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.

Sænska sópransöngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager koma fram á tónleikum í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Á efnisskráni eru verk eftir Jean Sibelius, Carl Nielsen, Matti Borg, Antonin Dvorák, Giuseppe Verdi, Dmitri Shostakovitch og Joaquín Rodrigo.

„Gitta-Maria Sjöberg á að baki glæsilegan söngferil bæði sem ljóða- og óperusöngkona, enda eru óperuhlutverk hennar orðin um fjörutíu. Hún er verðugur arftaki löndu sinnar Birgit Nilsson og varð fyrst til að hljóta verðlaun úr sjóði sem kenndur er við þá frægu dívu. Irene Hasager er mjög eftirsóttur með- og undirleikari danskra sem erlendra einsöngvara og einleikara og hefur leikið á tónleikum í Danmörku og öðrum löndum svo sem í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Rússlandi, Grænlandi, Svíþjóð og í Noregi,“ segir m.a. í tilkynningu.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT – klassískrar deildar FÍH. Tónleikahaldarar vekja athygli á því að aðgangur er ókeypis fyrir alla tuttugu ára og yngri sem og fyrir tónlistarnema.