Í byggingu Hrólfsskálamelur 1-5.
Í byggingu Hrólfsskálamelur 1-5. — Tölvuteikning/ASK arkitektar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu lögmanns um að framkvæmdir verði stöðvaðar við nýtt fjölbýlishús við Hrólfsskálamel 1-5 á Seltjarnarnesi. Þórður Ó.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu lögmanns um að framkvæmdir verði stöðvaðar við nýtt fjölbýlishús við Hrólfsskálamel 1-5 á Seltjarnarnesi.

Þórður Ó. Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi, segir ljóst að byggingarleyfið standi. Framkvæmdir við verkið muni því halda áfram samkvæmt áætlun.

Hann segir aðspurður að úrskurðarnefndin hafi það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana. Samkvæmt lögum sé úrskurðurinn fullnaðarúrskurður á þessu stjórnvaldsstigi.

Fram kom í bréfi lögmanns húsfélaganna á Austurströnd 2-14 til úrskurðarnefndarinnar, að nágrannar töldu verkið brot á deiliskipulagi:

Færi gegn deiliskipulaginu

„Þann 13. apríl 2015 samþykkti Skipulags- og umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar áform um byggingarleyfi 34 íbúða við Hrólfsskálamel 1-5, Seltjarnarnesi. Slíkt var gert þrátt fyrir andstöðu og mótmæli nágranna er telja fyrirhugaða framkvæmd ganga gegn fyrirliggjandi samþykktu deiliskipulagi.“

Var svo farið fram á að samþykktin yrði felld úr gildi og verkið stöðvað til bráðabirgða. Því var hafnað. Fasteignafélagið LL11 ehf. byggir húsið. Það hefur sama heimilisfang og GAMMA og fasteignafélagið Upphaf. baldura@mbl.is