Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson
Samningur hefur verið gerður um að QBS Group taki ValuePlan-áætlanakerfið til dreifingar á Evrópumarkaði. ValuePlan-kerfið var fyrst þróað og markaðssett á Íslandi árið 2003 og er notað af um 40 íslenskum fyrirtækjum. Sjónarrönd ehf.

Samningur hefur verið gerður um að QBS Group taki ValuePlan-áætlanakerfið til dreifingar á Evrópumarkaði. ValuePlan-kerfið var fyrst þróað og markaðssett á Íslandi árið 2003 og er notað af um 40 íslenskum fyrirtækjum. Sjónarrönd ehf. er þróunar- og söluaðili kerfisins á Íslandi með starfsstöðvar hér á landi, í Hollandi og Indlandi.

Þorsteinn Siglaugsson, framkvæmdastjóri hjá Sjónarrönd, segir samninginn mjög mikilvægan. „Við höfum verið starfandi á íslenska markaðnum í tólf ár með lausn sem auðveldar fyrirtækjum að vinna áætlanir út frá mörgum sjónarhornum. Við höfum undanfarið verið að undirbúa að fara með lausnina á Evrópumarkað.“

Þorsteinn segir QBS Group vera sterkan aðila í dreifingu á viðskiptalausnum á Evrópumarkaði en fyrirtækið selur lausnir og ráðgjöf til yfir tvö hundruð og fimmtíu endursöluaðila í tólf Evrópulöndum.