Dugnaður Þór Elí Sigtryggsson og Álfdís Þóra Theódórsdóttir.
Dugnaður Þór Elí Sigtryggsson og Álfdís Þóra Theódórsdóttir. — Ljósmynd/Skógræktarfélag Neskaupstaðar
Skógræktarfélag Neskaupstaðar var stofnað í ágústmánuði árið 1948 og eru félagsmenn í dag um eitt hundrað talsins. Undanfarið hafa helstu viðfangsefni félagsins meðal annars verið grisjun og viðhald Hjallaskógar, sem er í bæjarlandi Neskaupstaðar.

Skógræktarfélag Neskaupstaðar var stofnað í ágústmánuði árið 1948 og eru félagsmenn í dag um eitt hundrað talsins. Undanfarið hafa helstu viðfangsefni félagsins meðal annars verið grisjun og viðhald Hjallaskógar, sem er í bæjarlandi Neskaupstaðar. Formaður félagsins, Anna Bergljót Sigurðardóttir, segir eins konar pattstöðu nú uppi.

„Það sem er helst að stríða okkur núna eru yfirvofandi framkvæmdir í tengslum við snjóflóðavarnir,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið og heldur áfram: „Við vitum því ekki alveg hvað við getum gert né heldur hversu mikill gróður mun fara undir þessar fyrirhuguðu framkvæmdir.“

Félagsmenn eru sem fyrr segir mjög iðnir við störf í Hjallaskógi, en Anna Bergljót segir þá einnig láta sig önnur svæði varða. „Undanfarin ár höfum við líka sett niður á bilinu 7.000 til 10.000 plöntur árlega í alla hlíðina í bænum,“ segir hún. khj@mbl.is