Gaman Miðar á tónleikana ruku út á skömmum tíma. Margir tónleikagestir mættu síðan löngu áður en Laugardalshöll var opnuð í gærkvöldi og náði röðin langleiðina að Glæsibæ, en biðin var þess virði eins og sjá má.
Gaman Miðar á tónleikana ruku út á skömmum tíma. Margir tónleikagestir mættu síðan löngu áður en Laugardalshöll var opnuð í gærkvöldi og náði röðin langleiðina að Glæsibæ, en biðin var þess virði eins og sjá má. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Breska poppstjarnan Jessie J hélt tónleika í Laugardalshöll í gær. Jessie hefur notið mikilla vinsælda allt frá árinu 2011 þegar fyrsta plata hennar, Who You Are , kom út og fóru sex lög af henni á lista yfir þau tíu vinsælustu í Bretlandi.
Breska poppstjarnan Jessie J hélt tónleika í Laugardalshöll í gær. Jessie hefur notið mikilla vinsælda allt frá árinu 2011 þegar fyrsta plata hennar, Who You Are , kom út og fóru sex lög af henni á lista yfir þau tíu vinsælustu í Bretlandi. Jessie er með vinsælli poppsöngkonum heimsins í dag og söng m.a. við lokaathöfn Ólympíuleikanna 2012 og hefur einnig verið þjálfari í sjónvarpsþáttunum The Voice . Miðar á tónleika Jessie seldust upp á tveimur sólarhringum og söngkonan Glowie sá um upphitun fyrir bresku stjörnuna í gærkvöldi.