Baráttufundur Mikill hugur var í fundarmönnum í Háskólabíói í gær. Þeir sungu Maístjörnuna hárri raust og fögnuðu hvatningarorðum ræðumanna.
Baráttufundur Mikill hugur var í fundarmönnum í Háskólabíói í gær. Þeir sungu Maístjörnuna hárri raust og fögnuðu hvatningarorðum ræðumanna. — Morgunblaðið/Eggert
Guðni Einarsson Benedikt Bóas Trúnaðarmannaráð SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu kýs í dag um hvort halda eigi almenna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Talið er víst að það verði samþykkt.

Guðni Einarsson

Benedikt Bóas

Trúnaðarmannaráð SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu kýs í dag um hvort halda eigi almenna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Talið er víst að það verði samþykkt. Samþykki almennir félagsmenn verkfall verður það boðað með 15 daga fyrirvara. Verkfallsaðgerðir gætu því hafist í annarri viku október, að sögn Þórarins Eyfjörð, framkvæmdastjóra SFR. Hann sagði að SFR og Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) mundu verða samstiga í aðgerðum. Líklega verður byrjað á 4-5 daga allsherjarverkfalli og svo ótímasettum verkföllum hjá völdum lykilstofnunum.

SFR, SLFÍ og Landssamband lögreglumanna héldu sameiginlegan baráttufund í Háskólabíói síðdegis í gær. Húsið var fullt út úr dyrum, að sögn Þórarins.

Meira en 1.000 félagsmenn SFR vinna á Landspítalanum í rúmlega 732 stöðugildum og 580 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands í rúmlega 411 stöðugildum. Að sögn Landspítalans er 451 af þessum störfum á undanþágulista.

Kjaradeilan
» SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna hafa haft samflot í viðræðum við ríkið. Enginn fundur er boðaður.