Skoða þyrfti vegabréf um 26 þúsund manna á hverjum degi, ef tekið yrði upp vegabréfaeftirlit í Leifsstöð að hætti Þýskalands og fleiri Evrópuríkja. Það mundi leiða til mikilla tafa á umferð um flugstöðina. Í dag eru skoðuð um 4 þúsund vegabréf.

Skoða þyrfti vegabréf um 26 þúsund manna á hverjum degi, ef tekið yrði upp vegabréfaeftirlit í Leifsstöð að hætti Þýskalands og fleiri Evrópuríkja. Það mundi leiða til mikilla tafa á umferð um flugstöðina. Í dag eru skoðuð um 4 þúsund vegabréf. Fjölga yrði í starfsliði. Engin fyrirmæli um slíkt hafa borist embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá innanríkisráðuneytinu. „Það eru engar ákveðnar vísbendingar um þörf á slíku hér á landi. Ekkert sem mínir menn hafa greint enn sem komið er kallar á slíkar brýnar aðgerðir fyrirvaralaust,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Hann segir að ákvörðun um þetta sé í höndum innanríkisráðherra. 6