ÍBV Eyjamönnum var spáð sigri og hér eru Grétar Þór Eyþórsson og Theodór Sigurbjörnsson með Meistarabikarinn.
ÍBV Eyjamönnum var spáð sigri og hér eru Grétar Þór Eyþórsson og Theodór Sigurbjörnsson með Meistarabikarinn. — Morgunblaðið/Eggert
ÍBV þykir líklegast liða til þess að standa uppi sem sigurvegari í Olís-deild karla í handknattleik ef marka má spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna tíu sem taka þátt í deildinni.

ÍBV þykir líklegast liða til þess að standa uppi sem sigurvegari í Olís-deild karla í handknattleik ef marka má spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna tíu sem taka þátt í deildinni. Af þeim 300 stigum sem mest var hægt að fá í spánni fengu Eyjamenn 280. Annars var röðin þessi:

ÍBV 280 stig

Valur 269 stig

Haukar 259 stig

Afturelding 217 stig

FH 192 stig

Fram 181 stig

ÍR 150 stig

Akureyri 145 stig

Grótta 109 stig

Víkingur 88 stig

Valur var efstur í spánni fyrir ári. Hlíðarendapiltar urðu deildarmeistarar í vor sem leið en náðu sér ekki á strik í úrslitakeppninni. Haukum, FH og Akureyri var þá spáð næstum á eftir. Stjörnunni og HK var spáð falli. Sú spá gekk eftir. iben@mbl.is