[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Félagaskipti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Bikarmeistarar ÍBV kræktu í þrjá öfluga leikmenn í sumar og þóttu að því leyti stórtækastir á leikmannamarkaðnum. Þeir fengu til sín markvörðinn Stephen Nielsen, sem gert hefur garðinn frægan með Fram og Val.

Félagaskipti

Ívar Benediktsson

iben@mbl.is

Bikarmeistarar ÍBV kræktu í þrjá öfluga leikmenn í sumar og þóttu að því leyti stórtækastir á leikmannamarkaðnum.

Þeir fengu til sín markvörðinn Stephen Nielsen, sem gert hefur garðinn frægan með Fram og Val. Örvhenta skyttan Nemanja Malovic flutti aftur til Eyja eftir dvöl í Sviss en Svartfellingurinn lék með Haukum og síðan ÍBV fyrir nokkrum árum. Þá grófu Eyjamenn og Kári Kristján Kristjánsson stríðsöxina. Kári flutti heim til Eyja en hann hafði haft það í hyggju sumarið 2014 þegar hann flutti heim úr atvinnumennsku. Þá hljóp snurða á þráðinn milli hans og forsvarsmanna ÍBV sem varð til þess að Kári lék með Val á síðasta keppnistímabili.

Lið ÍBV bætti ekki eingöngu við sig leikmönnum. Þeir urðu að sjá nokkra félaga sína róa á önnur mið. Svo dæmi séu tekin þá flutti Agnar Smári Jónsson til Danmerkur og línumaðurinn Guðni Ingvarsson söðlaði um og gekk til liðs við nýliða Gróttu, svo einhverjir séu nefndir. Agnar Smári og Guðni léku stór hlutverk í Íslandsmeistaraliði ÍBV 2014 og bikarmeistaranna á liðnum vetri.

Íslandsmeistarar Hauka voru spakir á leikmannamarkaðnum og klófestu engan í stað þeirra Árna Steins Steinþórssonar og Vilhjálms Geir Haukssonar sem reru á ný mið.

Eins og venjulega voru það helst nýliðar deildarinnar, sem að þessu sinni eru Grótta og Víkingur, sem freistuðu þess að styrkja hópa sína fyrir átökin í deild þeirra bestu.

Markakóngur Olís-deildarinnar, ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson, gekk til liðs við félag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum auk nokkurra til viðbótar sem freistuðu þess að reyna fyrir sér utan landsteinanna.

Helstu félagaskipti er að finna hér fyrir neðan eins og mál stóðu á heimasíðu HSÍ þriðjudaginn 15. september.

AFTURELDING

Komnir :

Bjarki Þór Kristinsson frá FH

Bjarki Lárusson frá Fjölni (var í láni)

Guðni Már Kristinsson frá HK

Kristófer Andri Daðason frá Fram

Unnar Arnarsson frá Fjölni

Sölvi Ólafsson frá Selfossi

Þrándur Gíslason Roth frá Akureyri

Farnir :

Bjarki Snær Jónsson til Fjölnis

Kristinn Bjarkason til Skovbakken (Dan.)

Örn Ingi Bjarkason til Hammarby (Svíþjóð)

AKUREYRI

Komnir :

Friðrik Svavarsson frá Kristiansund (Nor.)

Garðar Már Jónsson frá ÍR

Hreinn Þór Hauksson frá Hömrunum

Hörður Másson frá Selfossi

Valþór Atli Guðrúnarson frá Hömrunum

Farnir :

Arnór Þorri Þorsteinsson til Víkings

Nicklas Selvig til Færeyja

Þrándur Gíslason Roth til Aftureldingar

FH

Komnir :

Davíð Reginsson frá ÍH

Einar Rafn Eiðsson frá Nötteröy (Noregi)

Garðar Svansson frá HK

Hlynur Bjarnason frá Elverum (Noregi)

Farnir :

Bjarki Þór Kristinsson til Aftureldingar

Magnús Óli Magnússon til Ricoh (Svíþjóð)

FRAM

Komnir :

Óðinn Þór Ríkharðsson frá HK

Þorgrímur Smári Ólafsson frá HK

Farnir :

Kristófer Andri Daðason til Aftureldingar

Kristinn Björgúlfsson, til ÍH

Þorri Björn Gunnarsson, hættur

Þröstur Bjarkason, óvíst hvert

GRÓTTA

Komnir :

Daði Laxdal Gautason frá HK

Finnur Ingi Stefánsson frá Val

Guðni Ingvarsson frá ÍBV

Lárus Helgi Ólafsson frá HK

Stefán Huldar Stefánsson frá ÍH

Vilhjálmur Geir Hauksson frá Haukum

Farnir :

Arnar Guðjónsson til Víkings

Hreiðar Örn Zoëga til Fjölnis

HAUKAR

Komnir :

Egill Eiríksson frá Selfossi (var í láni)

Farnir :

Einar Ólafur Vilmundarson til Stjörnunnar

Árni S. Steinþórsson til Sönderjyske (Dan)

Vilhjálmur Geir Hauksson til Gróttu

ÍBV

Komnir :

Kári Kristján Kristjánsson frá Val

Nemanja Malovic frá Amicitia Zürich (Sv.)

Stephen Nielsen frá Val

Farnir :

Agnar Smári Jónsson til Mors-Thy (Dan)

Arnar Gauti Grettisson til Víkings

Birkir Guðsteinsson til Víkings

Guðni Ingvarsson til Gróttu

Henrik Eidsvag til Noregs

Svavar Kári Grétarsson til HK

ÍR

Komnir :

Daníel Berg Grétarsson frá Stjörnunni

Sigurður Óli Rúnarsson frá Ikast (Dan)

Farnir :

Björgvin Hólmgeirsson til Al Wasl (S.Furst)

Daníel Ingi Guðmundsson til Víkings

Garðar Már Jónsson til Akureyrar

VALUR

Komnir :

Gunnar Harðarson frá Stjörnunni

Sigurður Ingiberg Ólafsson frá Stjörnunni

Farnir :

Bjartur Guðmundsson til Víkings

Finnur Ingi Stefánsson til Gróttu

Kári Kristján Kristjánsson til ÍBV

Stephen Nielsen til ÍBV

Valdimar Sigurðsson til HK

VÍKINGUR

Komnir :

Arnar Guðjónsson frá Gróttu

Arnar Gauti Grettisson frá ÍBV

Arnór Þorri Þorsteinsson frá Akureyri

Atli Hjörvar Einarsson frá Selfossi

Atli Karl Bachmann frá HK

Birgir Már Birgisson frá Þrótti

Birkir Guðsteinsson frá ÍBV

Bjarki Garðarsson frá Þrótti

Bjartur Guðmundsson frá Val

Bjartur Heiðarsson frá Fylki

Brynjar Kári Kolbeinsson frá Fylki

Daníel Ingi Guðmundsson frá ÍR

Logi Ágústsson frá Þrótti

Víglundur Jarl Þórsson frá Stjörnunni

Viktor Jóhannsson frá Þrótti

Farnir :

Arnar Theódórsson, FH / ÍH

Björn Guðmundsson, hættur

Egill Björgvinsson til HK

Guðjón Ingi Skúlason til Stjörnunnar

Jakob Sindri Björnsson til Stjörnunnar

Pálmi Rúnarsson til KR

Sigurður Eggertsson, óvíst hvert