Kurteisi Þingmenn eiga að vera góðar fyrirmyndir.
Kurteisi Þingmenn eiga að vera góðar fyrirmyndir.
Ég var furðu lostin, þegar ég opnaði sjónvarp Alþingis í morgun og sá þá, að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru farnir að ræða fundarstjórn forseta og stjórna umræðunum á þinginu eins og á síðasta þingi, og jafnvel öldungarnir í hópnum taka þátt í...

Ég var furðu lostin, þegar ég opnaði sjónvarp Alþingis í morgun og sá þá, að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru farnir að ræða fundarstjórn forseta og stjórna umræðunum á þinginu eins og á síðasta þingi, og jafnvel öldungarnir í hópnum taka þátt í þessu. Í því tilefni vildi ég senda þessum þingmönnum nokkrar samviskuspurningar, sem þeir ættu að hugleiða:

Finnst þeim skoðanakannanir þessa árs hafa sýnt svo lofandi tölur um stuðning kjósenda við flokka þeirra, að þeir hafi efni á því að upphefja enn þessi læti og vitleysu, sem viðgekkst á öllum síðasta þingvetri? Ég hélt nú satt að segja ekki, en þeim finnst það kannski vera þeim til vinsældaauka að láta svona, þótt skoðanakannanirnar segi annað.

Halda þeir líka, að þeir séu góðar fyrirmyndir fyrir ungu þingmennina eða auki virðingu þingsins með þessu? Ég hélt ekki.

Þeir ættu að hugleiða þetta og hætta þessum látum, því að þetta getur ekki gengið svona mikið lengur. Það hefur enginn gaman að þessu, – ja, nema þá kannski þeir sjálfir.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir.