Skúli Á. Sigurðsson
Skúli Á. Sigurðsson
Það sem af er þessu ári hafa 85% fleiri óskað eftir hæli hér á landi en á sama tíma í fyrra. Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri á hælissviði hjá Útlendingastofnun, sagði að þetta ár slái öll fyrri met hvað varðar fjölda umsókna hælisleitenda.

Það sem af er þessu ári hafa 85% fleiri óskað eftir hæli hér á landi en á sama tíma í fyrra. Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri á hælissviði hjá Útlendingastofnun, sagði að þetta ár slái öll fyrri met hvað varðar fjölda umsókna hælisleitenda.

Síðdegis í gær höfðu alls 192 sótt um hæli hér á landi það sem af var árinu en umsækjendurnir voru orðnir 104 á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra óskuðu 176 einstaklingar eftir hæli hér á landi.

Hælisleitendur í septembermánuði voru orðnir 35 í gær og 49 komu í ágúst síðastliðnum.

Fólkið sem hefur leitað hér eftir hæli á þessu ári er af ýmsum þjóðernum. Langflestir hælisleitendur á þessu ári hafa komið frá Albaníu, 64 talsins eða þriðjungur umsækjenda. Þar næst koma Sýrlendingar sem eru orðnir 22 talsins. Þar á eftir koma níu Makedóníumenn, átta Kosovobúar og átta frá Íran svo stærstu þjóðahóparir séu nefndir. gudni@mbl.is