Smásala Sala á símum jókst á sama tíma og sala á tölvum dróst saman.
Smásala Sala á símum jókst á sama tíma og sala á tölvum dróst saman. — AFP
Sala á skrifstofuhúsgögnum tók mikinn kipp í ágúst þegar velta jókst um 49% frá sama tíma í fyrra. Almennt er vöxtur í sölu húsgagna á milli ára en velta húsgagnaverslana var 4,5% meiri í ágúst. Velta sérverslana með rúm jókst um 3,7% frá því í fyrra.

Sala á skrifstofuhúsgögnum tók mikinn kipp í ágúst þegar velta jókst um 49% frá sama tíma í fyrra. Almennt er vöxtur í sölu húsgagna á milli ára en velta húsgagnaverslana var 4,5% meiri í ágúst. Velta sérverslana með rúm jókst um 3,7% frá því í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Verð á húsgögnum var 0,1% lægra í ágúst en í sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Í samantekt rannsóknarsetursins kemur fram að töluverður vöxtur hafi verið hjá byggingarvöruverslunum í sumar þegar velta þeirra var 11% meiri í júní, júlí og ágúst en á sama tímabili í fyrra. Áfram var vöxtur í sölu raftækja en 8% aukning var í sölu minni raftækja og 6% aukning í sölu stærri raftækja.

Farsímasala jókst um 15%

Sala á áfengi dróst saman um 19% í ágúst en rannsóknarsetrið vekur athygli á að skýringa megi leita í tímasetningu verslunarmannahelgar. Í fyrra var stærsti verslunardagur fyrir verslunarmannahelgina í ágúst en í ár hafi það verið í júlí.

Þá dróst velta saman í sölu á tölvum um 1,3% en farsímasala jókst hins vegar um 15%.

Í ágúst var greiðslukortavelta íslenskra heimila nálægt 64 milljörðum króna og jókst um 4,4% frá ágúst í fyrra. Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í ágúst var 22 milljarðar króna sem er 30% aukning frá sama tíma í fyrra. Rannsóknarsetrið áætlar að af erlendri kortaveltu í ágúst hafi 3,5 milljörðum króna verið varið í verslanir.