Viðmælendur Jónas Sen með Sóleyju, Ólöfu, Loga Pedro, Megasi og Lay Low á kynningarmynd fyrir Tónahlaup. Ingó innrammaður uppi á vegg.
Viðmælendur Jónas Sen með Sóleyju, Ólöfu, Loga Pedro, Megasi og Lay Low á kynningarmynd fyrir Tónahlaup. Ingó innrammaður uppi á vegg.
Tónahlaup nefnist ný þáttaröð sem hefur göngu sína á RÚV kl. 20.05 í kvöld. Í þáttunum ræðir Jónas Sen við ólíka tónlistarmenn sem líta um öxl og rifja upp tónlistarmenntun sína.
Tónahlaup nefnist ný þáttaröð sem hefur göngu sína á RÚV kl. 20.05 í kvöld. Í þáttunum ræðir Jónas Sen við ólíka tónlistarmenn sem líta um öxl og rifja upp tónlistarmenntun sína. Þá verða ný lög samin sem tónlistarmennirnir munu fara með í nokkra grunnskóla og verða þau þar frumflutt af börnum og unglingum. Þættirnir verða sex talsins og mun Jónas ræða við Lay Low, Sóleyju, Megas, Loga Pedro, Ingó veðurguð og Ólöfu Arnalds. Ingó ríður á vaðið og heimsækir Brekkubæjarskóla. Jónas er með meistaragráðu í tónlistarfræðum frá tónlistardeild City University í London og meistaragráðu í menningarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hann er einnig með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam píanóleik hjá Monique Deschaussées í París. Hann hefur stýrt þremur sjónvarpsþáttaröðum um tónlist fyrir RÚV fyrir utan Tónahlaup , þ.e. Tíu fingrum , Átta röddum og Tónspori og hafa allar verið tilnefndar til Edduverðlauna.