Fagur refur Þykkt vetrarfeldar fær refinn til að virðast þéttvaxnari en hann er.
Fagur refur Þykkt vetrarfeldar fær refinn til að virðast þéttvaxnari en hann er. — Morgunblaðið/Ómar
Á vef Melrakkasetursins, melrakki.is, er hægt að fræðast um íslenska refinn. Þar kemur m.a fram að „melrakkinn er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi og hann tilheyrir hundaættinni. Aðlögun að köldu loftslagi einkennir útlit tófunnar.

Á vef Melrakkasetursins, melrakki.is, er hægt að fræðast um íslenska refinn. Þar kemur m.a fram að „melrakkinn er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi og hann tilheyrir hundaættinni. Aðlögun að köldu loftslagi einkennir útlit tófunnar. Þykkt vetrarfeldarins gerir það að verkum að tófan virðist þéttvaxin með stutta útlimi, eyru og trýni. Í sumarfeldi lítur dýrið allt öðruvísi út, grannvaxið, háfætt og melrakkar af hvítu litarafbrigði eru mislitir á sumrin. Skottið er um það bil tæpur helmingur af lengd búksins. Ýmis heiti yfir ref hafa verið notuð á Íslandi í gegnum aldirnar:

Djangi, djanki, dratthali, dýr, fjallarefur, fjallrefur, gráfóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, melrakki, rebbali, rebbi, refur, skaufhali, skolli, tóa, tæfa, vargur, vembla.

Algengast sunnanlands er að nota steggur (kk) og læða (kvk) en í nokkrum heimildum koma fyrir orðin hvati (kk) og bleyða (kvk) og eru þau notuð um kyn fleiri dýrategunda.