Fram Hildur Þorgeirsdóttir hefur leikið í Þýskalandi undanfarin fjögur ár en er komin til liðs við Framara.
Fram Hildur Þorgeirsdóttir hefur leikið í Þýskalandi undanfarin fjögur ár en er komin til liðs við Framara. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Félagaskipti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Nýliðar Aftureldingar og Fjölnis drógu til sín talsvert af leikmönnum í sumar til þess að búa sig undir átökin i Olís-deildinni.

Félagaskipti

Ívar Benediktsson

iben@mbl.is

Nýliðar Aftureldingar og Fjölnis drógu til sín talsvert af leikmönnum í sumar til þess að búa sig undir átökin i Olís-deildinni. Flestir þessir leikmenn eru uppaldir innan félaganna og ákváðu einfaldlega að snúa heim nú þegar lið þeirra voru skráð til leiks í efstu deild.

Eins og oft áður voru talsverðar hræringar á leikmannamarkaðnum. Stærstu fréttirnar voru heimkoma fjögurra landsliðskvenna. Hildur Þorgeirsdóttir flutti heim og gekk til liðs við Fram eftir fjögur ár í Þýskalandi. Hildur, sem er alin upp hjá FH, lék með Fram áður en hún fór til Þýskalands. Ramune Pekarskyte kom einnig heim og leikur með Haukum eins og hún gerði um margra ára skeið áður en hún fór út fyrir nokkrum árum og lék í Noregi, Danmörku og nú síðast í Frakklandi.

Íslandsmeistarar Gróttu kræktu í tvo landsliðsmenn. Annars vegar Unni Ómarsdóttur og hins vegar hina ungu og efnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur en báðar léku þær í Noregi á síðasta keppnistímabili. Unnur þekkir vel til í herbúðum Gróttu enda leikið þar stóran hluta síns ferils.

Koma þeirra heim styrkir kvennahandknattleikinn hér á landi til muna en hann hefur verið í mikilli sókn síðustu árin.

Nokkrir nýir útlendingar

Nokkrir útlendingar hafa verið fengnir til þess að styrkja liðin í Olís-deildinni. Stjarnan, ÍBV og Selfoss hafa fengið til sín öfluga leikmenn auk þess sem markvörður Fram á síðasta keppnistímabili, argentínski landsliðsmarkvörðurinn Nadia Bordon, færði sig um set og flutti úr Safamýri norður á Akureyri.

Hér fyrir neðan er listi yfir helstu félagaskipti eins og þau voru samkvæmt heimasíðu HSÍ þriðjudaginn 15. september.

AFTURELDING

Komnar:

Alexandra Sumarliðadóttir frá Selfossi

Drífa Garðarsdóttir frá HK

Enikö Marton frá Kecskemeti (Ungverjalandi)

Erla Mjöll Tómasdóttir frá HK

Íris Elna Harðardóttir frá HK

Magnea Rós Svansdóttir frá Haukum

FH

Komnar:

Elín Anna Baldursdóttir frá ÍBV

Fanney Þóra Þórsdóttir frá HK

Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram

Jóhanna Helga Jensdóttir frá Haukum

Sigríður Rakel Ólafsdóttir frá Val

Farnar:

Guðrún Ósk Maríasdóttir til Fram

Sólveig Katla Magnúsdóttir til Fjölnis

FJÖLNIR

Komnar:

Andrea Björk Harðardóttir frá Fram

Díana Ágústsdóttir frá Víkingi

Díana Kristín Sigmarsdóttir frá Fylki

Fanney Ösp Finnsdóttir frá Fylki

Karen Þorsteinsdóttir frá ÍR

Sólveig Katla Magnúsdóttir frá FH

FRAM

Komnar:

Arna Þyrí Ólafsdóttir frá ÍBV

Guðrún Ósk Maríasdóttir frá FH

Hildur Marína Andrésdóttir frá Val

Hildur Þorgeirsdóttir frá Koblenz (Þýsk.)

Farnar:

Andrea Björk Harðardóttir til Fjölnis

María Karlsdóttir til Hauka

Hildur Marín Andrésdóttir til FH

Nadia Bordon til KA/Þórs

FYLKIR

Komnar:

Hulda Bryndís Tryggvadóttir frá HK

Þuríður Guðjónsdóttir frá Selfossi

Farnar:

Díana Kristín Sigmarsdóttir til Fjölnis

Emelía Dögg Sigmarsdóttir til HK

Fanney Ösp Finnsdóttir til Fjölnis

GRÓTTA

Komnar:

Unnur Ómarsdóttir frá Skrim (Noregi)

Þórey Anna Ásgeirsd. frá Kongsvinger (Nor.)

Farnar:

Elín Jóna Þorseteindóttir til Hauka

Karólína Bæhrenz Lárudóttir til Boden (Sví.)

HAUKAR

Komnar:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir frá Gróttu

Jóna Sigríður Halldórsdóttir frá ÍBV

Lea Jermann Plesec frá Val

María Karlsdóttir frá Fram

Sigríður Jónsdóttir frá Amicitia Zürich (Sviss)

Ramune Pekarskyte frá Le Havre (Frakkl.)

Farnar:

Jóhanna Helga Jensdóttir til FH

Kolbrún Gígja Einarsdóttir til Stjörnunnar

Magnea Rós Svansdóttir til Aftureldingar

Silja Ísberg til ÍR

HK

Komin:

Emelía Dögg Sigmarsdóttir frá Fylki

Farnar:

Drífa Garðarsdóttir til Aftureldingar

Erla Mjöll Tómasdóttir til Aftureldingar

Fanney Þóra Þórsdóttir til FH

Gerður Arinbjarnar til Vals

Hulda Bryndís Tryggvadóttir til Fylkis

Íris Elna Harðardóttir til Aftureldingar

Margrét Ýr Björnsdóttir til ÍR

Tanja Ösp Þorvaldsdóttir til ÍR

ÍBV

Komnar:

Greta Kavaliauskaité frá Eastcon AG Vilnius (Litháen) (félagaskipti ófrágengin)

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir frá Val

Farnar:

Alexandra Sumarliðadóttir til Aftureldingar

Arna Þýrí Ólafsdóttir til Fram

Elín Anna Baldursdóttir til FH

Jóna Sigríður Halldórsdóttir til Hauka

ÍR

Komnar:

Jóhanna Björk Viktorsdóttir frá Fram

Margrét Ýr Björnsdóttir frá HK

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir frá ÍBV

Silja Ísberg frá Haukum

Tanja Ösp Þorvalsdsdóttir frá HK

Farin:

Karen Þorsteinsdóttir til Fjölnis

KA/ÞÓR

Komin:

Nadia Bordon frá Fram

SELFOSS

Komin:

Adina Maria Ghidoarca frá VÍF (Færeyjum)

Farin:

Þuríður Guðjónsdóttir til Fylkis

STJARNAN

Komnar:

Kolbrún Gígja Einarsdóttir frá Haukum

Sandra Rakocevic frá Vardar (Makedóníu)

VALUR

Komnar:

Eva Björk Hlöðversdóttir frá Volda í Noregi

Gerður Arinbjarnar frá HK

Farnar:

Aðalheiður Hreinsdóttir, nám í Bandaríkj.

Hildur Marína Andrésdóttir til Fram

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir til ÍBV

Kristín Bu til náms í Kína

Lea Jermann Plesec til Hauka

Milica Kostic til Buducnost (Svartfjallalandi)

Sigríður Rakel Ólafsdóttir til FH